Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

02 september 2004

Gærdagurinn var nokkuð erfiður skólalega séð, ég vona að þessi verði betri. Gærdagurinn byrjaði á stólaslagnum sem ég hef áður lýst og síðan hélt dagurinn áfram í þessum anda. MA kennarinn ætlaði að hitta mig klukkan 9.30, hún ætlaði að vísu að vera nokkrum mínútum of sein en ég átti að hinkra. Sem ég gerði samviskusamlega. Tíu mín fyrir 10 ákvað ég að fara því 20 mín eru ekki nokkrar mín, það er hellings tími. Ég skrifaði miða á hurðina og skundaði til vinnu. Klukkan rúmlega 13 ætlaði ég svo að hitta annan kennara. Þegar ég var búin að bíða í 30 mín þá gafst ég upp og fór og bankaði hjá honum til að ýta við honum. Ekkert svar. Ég fór til baka og sagði samnemendum mínum að hann hefði greinilega gleymt sér. Við biðum í korter í viðbót og þá gafst ég upp og fór að vinna aftur. Samanlagt beið ég því í gær árangurslaust í rúman klukkutíma eftir fólki sem lét ekki sjá sig. Mikið afskaplega verð ég pirruð við svona. Það versta er að geta ekki farið og gargað á þetta fólk því ég verða að hafa þau með mér alla vega þar til útskrift er lokið huh

Annars er ég fara á nornarfund í kvöld og vona að þar verði lífsgátan leyst í eitt skipti fyrir öll.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger