Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

01 september 2004

Þá er fyrsta tíma í tölfræði lokið. Ó minn aumi. Af hverju er síðasta fagið mitt alltaf eitthvað sem ég get hæglega dáið yfir? Svona var það á stúdentsprófinu og ég er viss um að það var svona í BA náminu og námsráðgjöfinni líka. Úps þegar ég les þetta lít ég hreinlega út fyrir að vera þessi eilífðarstúdent sem ég er...

Annars var þessi tími hálfskrautlegur. Hann er í fyrsta lagi skráður fyrir 65 manns en það voru bara rúmlega 40 stólar!!! Hver vill standa? Ha? Síðan eru skráðir þarna nokkrir enskumælandi nemendur þannig að annaðslagið vippaði kennarinn sér yfir í þessa fínu ræðu á ensku, gaman gaman. Ég missti þráðinn eftir 10 mín, sitjandi á stól sem mér tókst að ná eftir blóðug slagsmál við hina nemendurnar. Notaði öll mín kænskubrögð eins og t.d. hægri sveiflu með fætinum (lærði þá sveiflu í kickbox hér um árið) og henti mér svo fram og náði að berja frá mér með vinstri olnboga um leið. Restina barði ég af mér með nýheklaða sjalinu mínu! Svo sat ég bara eins og nýkrýnd drottning og leit hvorki til hægri eða vinstri meðan ég þóttist upptekinn af kennaranum (10 mín). Eftir gaut ég augunum lymskulega í allar áttir og glotti með sjálfri mér yfir öfundarsvipnum á liðinu sem greinlega kunni ekki kickbox og varð því að standa!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger