Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

10 september 2004

Ég er komin heim úr sveitinni en ég var síðustu tvo daga í sumarbústað að vinna að verkefnum sem kröfðust þess að ekki væri sími á staðnum og enginn gæti kíkt inn og truflað. Varðandi símaleysið þá vorum við fimm og vorum með sex síma með okkur. Það var því alltaf hægt að ná af okkur ef stórslys hefði borið að höndum. Ekkert slíkt gerðist!

Ég brunaði heim úr sveitinni og beint í skólann að læra um spurningakannanir. Núna get ég slett um hugtökum eins og áreiðanleika og innra réttmæti, hentugleikaúrtaki og einhverju fleira svona huggulegu. Afskaplega spennandi hreint út sagt.

Í sveitinni var rigning, það var svo mikil rigning að við héldum á tímabili að við mundum hreinlega rigna niður og drukkna. Við vorum hinsvegar á hárri hæð þannig að kannski var ekki nokkur möguleiki á því haha maður veit samt aldrei. Ég var með hattinn góða þannig að þó ég hefði drukknað þá hefði hárið samt verið þurrt. Það er nú mesti munur!

Við unnum skipulega því verður ekki neitað, við borðuðum hinsvegar af enn meira skipulagi og þannig var alltaf einn að undirbúa næsta matmálstíma meðan hinir unnu. Það kom vel út nema fyrir magann sem stækkaði þannig að ég koma bara í náttbuxunum heim því þær voru þær einu sem voru nógu víðar. Samnemendurnir í HÍ voru nokkuð hissa á svipinn þegar ég mætti í rósóttum blúndunáttbuxum með hvítan sjóhatt. Ég lét augngotur þeirra ekkert á mig fá.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger