Linsumálin
Einhvern veginn tekst mér alltaf að fara fram úr sjálfri mér með reglulegu millibili. Eitt af þeim skiptum var í gær og þá verð ég að sletta á ylhýrri enskunni og segja eins og var "Æ átdid mæself þis tæm".
Málið er sem sagt að eftir að ég kom brunandi úr höfuðstaðnum með listamanninn og nýja sjónvarpið hans (sem hann bæ þe vei ætlar að horfa á FÓTBOLTA Í en það er önnur saga) þá þurfti ég að drífa mig og skipta um föt til að mæta galvösk á golfnámskeiðið. Þar má nefnilega ekki vera í gallabuxum og einhverjar fleiri svona reglur sem miserfitt er að muna. Ég var að setja í mig linsið eftir kúnstarinnar reglum en nú er ég búin að stunda slíkan verknað með reglulegu millibili í nokkra tugi ára. Ég set alltaf fyrst í hægra auga og síðan set ég í vinstra augað. Alltaf eins og yfirleitt gengur það vel. Stundum þarf að vísu að gera nokkrar tilraunir með annaðhvort augað ef mar er þreyttur eða hefur ekki opnað nógu vel, en yfirleitt gengur þetta eins og í lygasögu.
Nema í gær!
Ég sem sagt setti í hægra augað og síðan í vinstra augað. Síðan blikkaði ég nokkrum sinnum því þá renna linsudruslurnar á sinn stað ef þær hafa ekki lent nákvæmlega á miðju auganu. NEMA, vinstra augað var eitthvað ekki alveg að gera sig. Ég blikkaði nokkrum sinnum eins og drengur á fyrsta stefnumóti. Hmmm, enn var eins og ég sæi ekki neitt. Ég færði mig að öðrum spegli og setti puttann á miðju augans og reyndi að skaka linsunni aðeins til. Ekkert gekk, ég sá jafn illa.
Blótandi fór ég að öðrum spegli. Ég var nú ekki alveg með tíma í þetta! Ég setti tvo putta í augað og reyndi strjúka augað yfir augasteininn (er alltaf hálfhrædd um að halda á auganu þegar ég geri svona). Ekkert gerðist. Ég reyndi að skaka augnlokininu til (það er til í dæminu að linsur renni þar upp undir og hálf festist þar og mar þarf þá að skaka öllu til). Ekkert gerðist. Þá kíkti ég í augnbotninn, því stundum lenda þær hálfkrumpaðar þar ef eitthvað hefur gerst þegar mar er að djöflast þetta.
Ekkert! NADA! Ekkert!
Skakklappi var farinn því hann fékk einhvern hroll þegar ég var að reyna að ná augasteininum út.
Það voru ekki önnur ráð en rífa upp nýjar birgðir af linsum og taka eina þaðan. Og svo var það golfið!
Þegar ég kom heim spurði Skakki hvort það gæti verið að týnda linsan hafi lent ofan á bláa lokinu (linsin eru missterk eftir augum þannig að lokin eru lituð svo hægt sé að muna hvor sé hvað). Ég horfði á hann með fyrirlitningu. Heldur maðurinn að ég sé hálfviti. Ég trítlaði samt inn á klósett að skoða þetta og viti menn! Lá ekki lítil krumpuð linsa ofan á lokinu!
Ég hafði sem sagt ekki hitt í augað heldur á lokið á boxinu og af því ég er hálfblind þá sá ég ekki drusluna! Og augnlæknirinn minn heldur því fram að það sé pjatt í mér að vilja litaðar linsur en ég hef aldrei týnt svooleiðis því það er ekki hægt að missa þær án þess að sjá þær aftur strax.. og hana nú!
Einhvern veginn tekst mér alltaf að fara fram úr sjálfri mér með reglulegu millibili. Eitt af þeim skiptum var í gær og þá verð ég að sletta á ylhýrri enskunni og segja eins og var "Æ átdid mæself þis tæm".
Málið er sem sagt að eftir að ég kom brunandi úr höfuðstaðnum með listamanninn og nýja sjónvarpið hans (sem hann bæ þe vei ætlar að horfa á FÓTBOLTA Í en það er önnur saga) þá þurfti ég að drífa mig og skipta um föt til að mæta galvösk á golfnámskeiðið. Þar má nefnilega ekki vera í gallabuxum og einhverjar fleiri svona reglur sem miserfitt er að muna. Ég var að setja í mig linsið eftir kúnstarinnar reglum en nú er ég búin að stunda slíkan verknað með reglulegu millibili í nokkra tugi ára. Ég set alltaf fyrst í hægra auga og síðan set ég í vinstra augað. Alltaf eins og yfirleitt gengur það vel. Stundum þarf að vísu að gera nokkrar tilraunir með annaðhvort augað ef mar er þreyttur eða hefur ekki opnað nógu vel, en yfirleitt gengur þetta eins og í lygasögu.
Nema í gær!
Ég sem sagt setti í hægra augað og síðan í vinstra augað. Síðan blikkaði ég nokkrum sinnum því þá renna linsudruslurnar á sinn stað ef þær hafa ekki lent nákvæmlega á miðju auganu. NEMA, vinstra augað var eitthvað ekki alveg að gera sig. Ég blikkaði nokkrum sinnum eins og drengur á fyrsta stefnumóti. Hmmm, enn var eins og ég sæi ekki neitt. Ég færði mig að öðrum spegli og setti puttann á miðju augans og reyndi að skaka linsunni aðeins til. Ekkert gekk, ég sá jafn illa.
Blótandi fór ég að öðrum spegli. Ég var nú ekki alveg með tíma í þetta! Ég setti tvo putta í augað og reyndi strjúka augað yfir augasteininn (er alltaf hálfhrædd um að halda á auganu þegar ég geri svona). Ekkert gerðist. Ég reyndi að skaka augnlokininu til (það er til í dæminu að linsur renni þar upp undir og hálf festist þar og mar þarf þá að skaka öllu til). Ekkert gerðist. Þá kíkti ég í augnbotninn, því stundum lenda þær hálfkrumpaðar þar ef eitthvað hefur gerst þegar mar er að djöflast þetta.
Ekkert! NADA! Ekkert!
Skakklappi var farinn því hann fékk einhvern hroll þegar ég var að reyna að ná augasteininum út.
Það voru ekki önnur ráð en rífa upp nýjar birgðir af linsum og taka eina þaðan. Og svo var það golfið!
Þegar ég kom heim spurði Skakki hvort það gæti verið að týnda linsan hafi lent ofan á bláa lokinu (linsin eru missterk eftir augum þannig að lokin eru lituð svo hægt sé að muna hvor sé hvað). Ég horfði á hann með fyrirlitningu. Heldur maðurinn að ég sé hálfviti. Ég trítlaði samt inn á klósett að skoða þetta og viti menn! Lá ekki lítil krumpuð linsa ofan á lokinu!
Ég hafði sem sagt ekki hitt í augað heldur á lokið á boxinu og af því ég er hálfblind þá sá ég ekki drusluna! Og augnlæknirinn minn heldur því fram að það sé pjatt í mér að vilja litaðar linsur en ég hef aldrei týnt svooleiðis því það er ekki hægt að missa þær án þess að sjá þær aftur strax.. og hana nú!