Ég er búin að hafa hárið venjulegt í marga, marga daga. Alveg frá 21 maí. Það eru margir dagar fyrir venjulegt hár. Áðan fór ég með mömmu í litaleiðangur og þegar ég sá úrvalið af litunum sem voru til vissi ég ekki fyrr en ég hélt á bleikum lit og var komin í röð til að borga. Það var eins og einhver hefði tekið af mér völdin og ég gat ekki gert neitt við því. Ég borgaði og fór með bleika litinn heim. Horfði á pakkann í nokkrar mínútur en svo tók litapúkinn aftur völdin og reif upp pakkann. Ég gat ekki spyrnt á móti. Það var hetta í pakkanum en þegar ég á fimm mínútum hafi náð tveimur hárum í gegnum gat á hettunni tók litapúkinn aftur völdin, reif af mér hettuna og lét mig maka bleikum lit í hárið á mér. Nú er toppurinn bleikrauður og fallegur. Hliðarnar eru að vísu soldið skritnar en.. en.. ég er eins og regnbogi! Glæsileg alveg. No more miss venjuleg um hárið.. no more miss a la natural.. oh... ég brosi í hvert skipti sem ég fer fram hjá spegli.. veit að vísu ekki hvort yfirmaður minn verður hrifin en henni fannst a la natural smart!
Best að koma sér í partýfötin fyrir útskriftina hennar Sólrúnar.. tralala.. kreppan lifi.....
Best að koma sér í partýfötin fyrir útskriftina hennar Sólrúnar.. tralala.. kreppan lifi.....