Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

10 júní 2004

Þegar ég var lítil (minni) þá fannst mér vorið vera komið þegar mátti fara að tína kríuegg. Síðan flutti ég til Reykjavíkur og fyrsta vorið var hörmung því Reykvíkingar tína ekki kríuegg og fá einhvern hroll í augun þegar á þau er minnst. Svona "þú ert meiri morðinginn" svip. Ég hætti því að tala um kríur og kríuegg. Í mörg ár á eftir fannst mér vorið ekki koma. það var bara vetur og svo allt í einu kom sumar. MJÖG skrítið. Þetta breyttist að vísu í menntaskóla því þá kom vorið um leið ég byrjaði aðlesa undir prófin.

Þegar ég hætti í skóla, hætti vorið aftur að koma. Bara vetur og sumar. Kennarinn sem ég er með núna hefur e-ð misskilið þetta með vorið. Kannski hefur hann tínt kríuegg í æsku og ekki fengið vor síðan? En alla vega, þá ætlar hann ekki að hætta að kenna fyrr en í júlí... geri aðrir betur!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger