Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

06 júní 2004

Karnival
Ég og molinn fórum á karnival í gær. Þetta var svona karnival fyrir börnin enda varð molinn svo þreyttur að hann sofnaði í miðjum íspinna. Þá var hann búinn að vera á staðnum í tvo tíma og með augu á stærð við undirskálar. Í fyrstu þorði hann ekki að hreyfa sig úr kerrunni og hélt í hendina á mér lika, en það lagaðist fljótlega og hann fór að labba um og dást að gocart bílunum og eldgleypunum. Þetta var nokkuð gaman þó það vantaði allar svona kellur sem er að finna á öllum alvöru karnivölum í heiminum:
Carnaval

Nornakvöld
Það var nornakvöld í Hafnarfirðinum á föstudagskvöldið. Enda loftið lævi blandið og örlögin að spinna allskyns vefi. Skakklappi hafði staðið við eldavélina svo sólarhringum skipti og bruggað ýmsa seiði eftir uppskriftum úr erlendum tungumálum. Ég hafði haft mikið við og legið í leyni við kirkjugarðinn í þeirri von að um miðnættið færi hjá svartur köttur sem ég gæti gripið og sett í seiðinn! Mér varð ekki að þeirri ósk og ég náði heldur ekki neinum froskalöppum. Hinsvegar er nóg af köngulóm í Hafnarfirði og við notuðum þær bara í staðinn, versta við þær er að þær þurfa svo mikla suðu!

Keflavíkurnornin lagði spá fyrir okkur hinar því ég hafði staðið mig illa í undirbúningi við að finna spár (enda á fullu við köngulóarveiðar). Ég fékk fína spá þar sem fram komu peningar og ný tækifæri. Uss hvað ég er orðin spennt! Þegar þær voru farnar dró ég eitt spil til að reyna að finna út hvenær ég gæti átt von á þessu öllu og þá voru spilin með leiðindi og sögðu mig eiga til að vera óhemju þrjósk og segja hluti sem stundum væru betur ósagðir. Hmmmmmmmmm Veit ekki til þess að ég hafi átt það skilið en beygi mig undir þetta með þeirri þolinmæði sem ég er þekkt fyrir!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger