Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

09 júní 2004

Golf
Í gær var fyrsti dagur á golfnámskeiðinu. Við ÓRÓ mættum með bakpoka með tvær kylfur hvor. Þetta vakti fögnuð vinnufélaga okkar sem héldu að við hefðum misskilið momentið eitthvað og haldið okkur vera að fara á skátamót. Bara fjellreven og skátasöngvarnir með hárri raust!

Við náðum hins vegar fram sætum hefndum þegar einn karlmaðurinn í hópnum mætti með svaka flotta tösku og skellti henni stoltur á jörðina. Stóð bísperrtur þar til kennarinn benti honum á að taskan snéri öfugt. Það var samt ekkert, því þegar hann dró upp fyrstu kylfuna var hún enn í plastinu haha Við ÓRÓ höfðum þó pikkað plastið af okkar áður en þeim var stungið í bakpokana!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger