Tæpir tveir tímar eftir og þá verð ég komin í frí í fjóra daga. Heila FJÓRA daga. Uss hvað það er gaman. Er að fara með MAB og Hrefnu á rejúníon á föstudagskvöldið. Það er nefnilega farið að hleypa á einhverjum tugum síðan við kvöddum Breiðholtsskóla (ekki með tárum). Við ætlum að fagna þessum merka áfanga í lífi okkar með almennri drykkju og skrípalátum. MAB er búin að liggja í kokteilabókum til að geta bruggað okkur einhverja ódáinsveigar sem hænuhausar eins og við getum drukkið og kvaðst í síðasta samtali okkar vera komin með þetta skipulagt.
Í síðasta hófi sem var fyrir sex árum síðan gengum við MAB eitthvað fram af fólki en við höfum nú ekki áhyggjur af því. Viðstaddir voru eitthvað að furða sig á því að við værum vinkonur því þeir minntust okkar ekki með sama hætti: MAB var þekkt sem íþróttaálfur skólans, spilaði handbolta með einhverjum meistaraflokki og sparkaði bolta þess á milli. Hún fékk því oft að velja í liðið í leikfimi. Éf fékk ALDREI að velja í liðið! Ég fékk varla að vera með í liðinu. Ég var þessi sem var eftir þegar aðeins tveir voru eftir; þessi feiti sem ekkert gat og þessi grindhoraði sem gat enn minna (á þeim tíma var ég þessi seinni, það er sko ekkki fyrr en á seinni árum sem Sanasólið fór að virka og ég að bæta á mig kg). Við þóttum því ekki líklegar vinkonur!
En hinsvegar þá lentum við í því (elska þetta orðalag) að vinna í fiskinum (með Hrönn) og þar upphófst gagnkvæm aðdáun á kostum hvor annarar (líka göllum)!
Í síðasta hófi tilkynnti ég því fólki sem var að undrast vináttu okkar að ef við værum lesbíur þá værum við giftar hvor annarri! Þetta sjokkeraði fólk, ég skil ekki af hverju. Kannski hefur þeim fundist að við mundum passa enn verr saman sem Hjón/ástkonur heldur en vinkonur? Hvað veit ég.
Ég veit hinsvegar að ég er að fara í fjögurra daga frí. Og ég ætla að fara á RÁNdýra klippistofu og fá nýjan haus. Er búin að skipta við sömu stofuna í 10-12 ár (með óléttuhléum klipparans en þá hef ég leitað annað). Núna langar mig til að kíkja aðeins eitthvað annað. Bara að sjá hvort þessi getur gert mig að töffara sumarsins!
Í síðasta hófi sem var fyrir sex árum síðan gengum við MAB eitthvað fram af fólki en við höfum nú ekki áhyggjur af því. Viðstaddir voru eitthvað að furða sig á því að við værum vinkonur því þeir minntust okkar ekki með sama hætti: MAB var þekkt sem íþróttaálfur skólans, spilaði handbolta með einhverjum meistaraflokki og sparkaði bolta þess á milli. Hún fékk því oft að velja í liðið í leikfimi. Éf fékk ALDREI að velja í liðið! Ég fékk varla að vera með í liðinu. Ég var þessi sem var eftir þegar aðeins tveir voru eftir; þessi feiti sem ekkert gat og þessi grindhoraði sem gat enn minna (á þeim tíma var ég þessi seinni, það er sko ekkki fyrr en á seinni árum sem Sanasólið fór að virka og ég að bæta á mig kg). Við þóttum því ekki líklegar vinkonur!
En hinsvegar þá lentum við í því (elska þetta orðalag) að vinna í fiskinum (með Hrönn) og þar upphófst gagnkvæm aðdáun á kostum hvor annarar (líka göllum)!
Í síðasta hófi tilkynnti ég því fólki sem var að undrast vináttu okkar að ef við værum lesbíur þá værum við giftar hvor annarri! Þetta sjokkeraði fólk, ég skil ekki af hverju. Kannski hefur þeim fundist að við mundum passa enn verr saman sem Hjón/ástkonur heldur en vinkonur? Hvað veit ég.
Ég veit hinsvegar að ég er að fara í fjögurra daga frí. Og ég ætla að fara á RÁNdýra klippistofu og fá nýjan haus. Er búin að skipta við sömu stofuna í 10-12 ár (með óléttuhléum klipparans en þá hef ég leitað annað). Núna langar mig til að kíkja aðeins eitthvað annað. Bara að sjá hvort þessi getur gert mig að töffara sumarsins!