Um daginn hélt ég langa ræðu um að ég væri að breytast í elskulega móður mína Tilvitnun
Ég reikna með að einhverjum hafi flogið í hug að ég væri að grínast og jafnvel ýkja aðeins þegar ég nefndi að hún ætti það til að hringja í mig og falast eftir hinum þessum hlutum sem ég notaði lítt því hún ætlaði að gefa það einhverjum sem vantaði þetta meira en mig.
Í gærkvöldi komu háæruverðugir foreldrar mínir í örstutta heimsókn og gáfu mér bækur (því eins og pabbi sagði, þá eru bækur það eina sem vantar á þetta heimili). Aníveis, ég er þarna í miðjum klíðum við að að klára að umstafla húsgögnum og pakka niður bókum sem ekki komast í hillurnar (eins gott að ég fékk strax nýjar til að fylla upp í).
Móðir mín lítur í kringum sig með áhuga og ég átta mig ekki á því augnabliki að hún er að skanna hvað ég sé tiltölulega hætt að nota. Nei ég sit hin rólegasta og býð þeim upp á ódrekkandi kaffi með fullt af korgi í sem þau drekka af mesta rólyndi.
Þegar þau eru farin þá dáist ég að bókunum og fer síðan að sofa. Þá byrjar síminn. Klukkan er rétt orðin 23.30 og maðurinn á hækjunum horfir á mig undrunar- og skelfingaraugum og segir "hver hringir svona seint?" og svo hleypur hann (þetta er ekki grín, hann fór handahlaup að símanum). Hann kemur til baka með undrunarsvip og réttir mér símann:
"þetta er mamma þín"
Hmm, svona seint? Ég tek símann og þar er móðir mín óðamála:
"Hvað ertu að safna svona í geymsluna þar sem er ekkert pláss?"
Ég: "Ha?"
Móðir mín: " Já, hillurnar þarna, ég þekki konu....
ahhhhhh ég skil...
"...sem á sumarbústað og hana vantar hillur eða eitthvað í bústaðinn. Hún á ekki neitt. Ekki einu sinni innréttingu. Á ég ekki bara að spyrja hana hvort hún vilji eiga þetta? Þú hefur ekkert að gera við allt þetta drasl"
Æ rest mæ keis.....
Ég reikna með að einhverjum hafi flogið í hug að ég væri að grínast og jafnvel ýkja aðeins þegar ég nefndi að hún ætti það til að hringja í mig og falast eftir hinum þessum hlutum sem ég notaði lítt því hún ætlaði að gefa það einhverjum sem vantaði þetta meira en mig.
Í gærkvöldi komu háæruverðugir foreldrar mínir í örstutta heimsókn og gáfu mér bækur (því eins og pabbi sagði, þá eru bækur það eina sem vantar á þetta heimili). Aníveis, ég er þarna í miðjum klíðum við að að klára að umstafla húsgögnum og pakka niður bókum sem ekki komast í hillurnar (eins gott að ég fékk strax nýjar til að fylla upp í).
Móðir mín lítur í kringum sig með áhuga og ég átta mig ekki á því augnabliki að hún er að skanna hvað ég sé tiltölulega hætt að nota. Nei ég sit hin rólegasta og býð þeim upp á ódrekkandi kaffi með fullt af korgi í sem þau drekka af mesta rólyndi.
Þegar þau eru farin þá dáist ég að bókunum og fer síðan að sofa. Þá byrjar síminn. Klukkan er rétt orðin 23.30 og maðurinn á hækjunum horfir á mig undrunar- og skelfingaraugum og segir "hver hringir svona seint?" og svo hleypur hann (þetta er ekki grín, hann fór handahlaup að símanum). Hann kemur til baka með undrunarsvip og réttir mér símann:
"þetta er mamma þín"
Hmm, svona seint? Ég tek símann og þar er móðir mín óðamála:
"Hvað ertu að safna svona í geymsluna þar sem er ekkert pláss?"
Ég: "Ha?"
Móðir mín: " Já, hillurnar þarna, ég þekki konu....
ahhhhhh ég skil...
"...sem á sumarbústað og hana vantar hillur eða eitthvað í bústaðinn. Hún á ekki neitt. Ekki einu sinni innréttingu. Á ég ekki bara að spyrja hana hvort hún vilji eiga þetta? Þú hefur ekkert að gera við allt þetta drasl"
Æ rest mæ keis.....