Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

17 maí 2004

Annars er ég með allskyns furðuverki í dag. Mig virkjar í einhverja vöðva í síðunum, í upphandleggjunum og aftan á lærunum:


Nei, nei það er alls ekki svo að ég hafi verið að gera einhverjar æfingar, allavega ekki það sem flokkast undir íþróttir. Nei sko málið er að ég á auðvitað að vera að skrifa ritgerð. Mér finnst það ekki skemmtilegt og í gær fann ég það út að ástæðan fyrir því að ég get ekki sest við skriftir er að uppröðun húsgagna í sloti mínu er ekki rétt. Það var því ekki annað að gera en byrja að fær húsgögn.

Þeir sem mig þekkja vita að það er ekki auðvelt að flytja neitt til í þessu fína sloti þar sem ekki er um minimaliska uppröðun að ræða heldur frekar það sem kennt er við "chaos allt í kerfi" uppröðun. Ég þurfti því að bera skápa og hillur fram og til baka. Sumt var svo þungt að ég varð að tína bækurnar úr fyrst. ÚFFFFFF Þetta var erfitt.

Hr. meinvill lá í rúminu á meðan og dáðist að mér (not). Hann flissaði og tautaði til skiptist og mér var orðið skapi næst að taka hækjurnar og fleygja þeim þar sem hann næði ekki í þær (hann hefði ekki hlegið svo hátt þá haha).

Aníveis, þrátt fyrir þessar truflanir tókst mér að skipta um uppröðun húsgagnanna (á að vísu eftir að klára aðeins) á mettíma en skrokkurinn ber þess merki. Hann kveinkar sér við hverja hreyfingu og það eru skrámur í fótum og höndum. En lúkkið er fínt!

Og ég endaði þetta með því að pota 3 plöntum í pott og ímynda mér að ég ætti garð:
Þemað er blátt að venju.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger