Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

22 maí 2004

Nú eru liðnir tveir heilir dagar af fjögurra daga sumarleyfi mínu (löng helgi).

Ég fór og hitti hægasta klippara í heimi. Hann klippir svo hægt að ég var orðin viss um að ég væri með miklu meira hár á hausnum en mér fannst ég hafa þegar ég leit í spegilinn um morguninn og var ég þó eins og gilitrutt um hausinn. Þessi hægi klippari heitir Ásgeir og er svaaaaakalega flinkur þó hann klippi hægt.

Ég sagði honum að ég vildi ekki þurfa að koma með neina hugmynd um klippinguna, þetta væri í hans höndum. Ég var þó nærri búin að gleyma mér þegar hann vildi lita hárið í upprunanlegum lit. HAAAAAAAAAAALLÓ til hvers lætur mar lita á sér hárið? Jú til að losna við ljóta hárið sitt og fá nýtt og glamúruslegt hár. Ég leyfði honum þó að ráða og útkoman er sú að nú er ég með pönkaralega klippingu (mjög flott) og næstum því minn eiginn háralit (veit ekki enn hvort mér finnst það flott) og er það í fyrsta sinn í nokkra áratugi sem minn litur hefur fengið að koma fram. Svona er ég meðfærileg!!!!

Til merkis um það hversu hægur klipparinn er þá tók þessi athöfn 3 klukkutíma og þar af var liturinn hálftíma í hárinu! Jamm segi og skrifa 3 tíma og þá er tekið með í reikninginn að ég var stuttklippt og er núna stuttklippt og með rakaðann koll að hluta. Það tók sem sagt 2,5 tíma. Og síðan tók hann í hendina á mér, þakkaði fyrir sig og skrifaði nafnið mitt í tölvuna með upplýsingunum um háralitinn!!!!! Einmitt, nú er músarliturinn minn kominn í tölvuna sem varanlegur litur (hrollur).

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger