Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

22 maí 2004

Í gærkvöldi fór ég með MAB og Hrefnu á endurfundamót Breiðholtsskóla. Það var ægilega gaman. Mest gaman var þó þegar tiltekin vinkona mín sem aðhyllist konur frekar en kalla hallaði sér að mér og hvíslaði
"Hér eru allir gamlir nema þú!"

Hehe, þetta var fallegt af henni sérstaklega miðað við að ég var með þessum glæsikonum sem ég var með. Músíkin á staðnum var þó ekki mjög spennandi því af miskilinni hollustu við tiltekið tímabil var nær eingöngu spilar diskó:
Disco Dance

Úff, þau lög voru ekki mjög skemmtileg á sínum tíma og það verður að viðurkennast að þau hafa ekki elst vel, sérstaklega ekki ef ekki er spilað neitt annað.

Þetta var þó mjög skemmtilegt. Einn skólafélaginn var fjölþreifinn við allar konur sem hann komst nálægt (ekki mig og mínar því við komum ekki nálægt svona puttaköllum jakk). Ég var spurð af allflestum eins og venjulega í þessum teitum (þetta er þriðja sem ég fer í) hvort ég hafi verið með þeim í skóla. Og í hvaða bekk. Tek það fram að það eru ekki bara þeir sem voru í hinum bekkjunum sem spyrja, það eru líka þeir sem voru með mér í bekk. Veit ekki alveg hvort það þýði að enginn tók eftir mér þá, eða hvort ég hafi breyst svona mikið eða eitthvað allt annað.

Fannst samt fyndið þegar Dóri Lady sem kom í bekkinn á eftir mér spurði hvort ég hefði verið honum í bekk og hvenær ég hefði komið. Fólk er fífl!

Bára sagði okkur þær fréttir að hún er að flytja á Akranes og mun því ekki lengur vera hægt að heimsækja hana á Hvammstanga (ég er búin að vera leiðinni í þessi þrjú ár sem hún bjó þar) hehe en það er styttra á Akranes (held ég)!!!!!!!!!!!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger