Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

20 ágúst 2003

Skellinöðrur og önnur faratæki
Vélskólaneminn er að hugsa um að kaupa sér skellinöðru.

Ég man að fyrir hundrað árum eða svo keypti pabbi hans (sænski nýbúinn) sér líka skellinöðru. Á þeim tíma bjuggum við saman, þeas í sama húsi á sömu hæð. Á milli herbergja okkar var örþunnur veggur þannig að ég komst ekki hjá því að heyra ýmislegt um skellinöðrur, kúbik, tjúna upp, knastása og svona ýmislegt fleira í þeim dúr.

Á þeim sömu árum komst ég líka að því að það er algengt að þessar sömu skellinöðrur leka stundum olíu og allskyns rusli. Það var erfitt að komast hjá ðru en fatta það þegar mar þurfti að berjast í gegnum skóg af skellinöðrum sem voru fyrir framan forstofuhurð á umræddu heimili.

Núna ætlar sem sagt vélskólaneminn tilvonanadi að feta í þessi sömu spor. Hann ætlar að koma á á skellinöðruhjólinu að heimsækja frænku sína gömlu sem býr á hjara veraldar. En ekki til að spjalla eða njóta skemmtilegheita við hana. Nei, hann kemur til að fá Pizzu!

Þetta hefði líka getað verið pabbi hans, sjitt þetta gæti enn verið pabbi hans!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger