Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

27 júlí 2003

Þá eru Guðný og Sævar gift! Ég fann kjól til að vera í en er samt enn alvarlega að hugsa um þetta með jakkafötin, ætla ekki að sleppa þeirri hugsun frá mér strax. Þetta var ægilega fínt brúðkaup. Bróðir brúðarinnar söng í kirkjunni og hann söng líka í veislunni við undirspil vina sinna. Þetta var mjög flott. Gamall maður spilaði á píanó og veislugestir sungu af miklum móð öll þau lög sem í hugann komu. Við vorum að borða í fleiri tíma því þetta var svona smáréttaborð og þetta var alveg rosalega gott, bæði allskonar kjúklingaréttir, tapaz réttir, sjávarréttir og margt margt fleira. Brúðurinn hafði smíðað tertustandinn úr afturdrifi úr nissan patrol (ég sá að vísu ekki hvaða bílgerð það var en haukurinn komst að því) og stóru járnhjarta. Þetta var rosalega flott hjá henni og skreytingin á borðinu var líka eftir hana, annað hjarta en í þetta sinn með stöfunum S og G inn í. Kúl ég verð að viðurkenna það. Við skemmtum okkur alveg konunglega.

Smá viðbót varðandi dauðann og þau föt sem eru viðeigandi í þeirri för. Eftir að hafa lesið orð mín í gær um klipptu "hlaupnu" fötin mín sem ég ætla að vera í varð haukurinn alveg uppnuminn og bað mig að hafa puttana í því að hann vildi helst ekki vera í jakkafötum í sinni hinstu för. Ég lofaði að sjá til þess að hann fengi að vera í hermannabuxum og þægilegum bol þegar hann birtist fyrir skapara sínum. Við erum sem sagt komin með þetta á hreint.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger