Í fyrrinótt fékk ég hræðilega martröð, gat ekki skrifað hana hér því ég var búin að skemma bloggið en þar sem það er komið í lag ætla ég að bæta úr því. Sem sagt forsagan er sú að það var strákur að hætta hjá fyrirtækinu og svo sem allt í lagi með það. Þetta er sætur strákur og það er líka í lagi með það en í martröðinni minni var Birna Rebekka komin með kærasta. Jamm hún Birna okkar og hún vildi ekki segja okkur fyrst hver það væri en síðan kemst ég að því mér til skelfingar að það er þessi strákur sem var að hætta. Í draumnum varð ég alveg skelfingu lostin, því ekki nóg með að hann væri atvinnulaus og myndi því lifa á Birnu (og laununum úr Bæjarvinnunni) heldur er hann líka alltof gamall fyrir hana (að verða þrítugur). Ég vissi ekkert hvernig ég átti að snúa mér og sem betur fer vaknaði ég þá!
Birna Rebekka viltu gjöra svo vel að PASSA þig á strákunum. Ég vil ekki fá svona hjartstopp eins og ég fékk í draumnum. Þú mátt svo sem alveg finna þér kærasta en hann má EKKI vera svona gamall og VERÐUR að hafa vinnu. Og hana Nú!!!!!
Birna Rebekka viltu gjöra svo vel að PASSA þig á strákunum. Ég vil ekki fá svona hjartstopp eins og ég fékk í draumnum. Þú mátt svo sem alveg finna þér kærasta en hann má EKKI vera svona gamall og VERÐUR að hafa vinnu. Og hana Nú!!!!!