Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

26 júní 2003

Ég er að hugsa um að fá mér frekar hvolp!!! Þeir eru mikla minna mál og það er hægt að kaupa sæt föt á þá, svona Burberrys dæmi og svo þarf maður ekki lengur að fara í heimsóknir því það vill enginn fá hundinn í heimsókn! Já ég er sterklega að hugsa um það!!!
Og hvað varð til þess að snúa mér? Jú, það var þetta með rauðuhunda sprautuna! Hver sagði að lífið yrði auðvelt? Ja, ég er allavega búin að finna það út að fyrir síðasta sumar þá átti ég MJÖG auðvelt og þægilegt líf. Ég hafði sjaldan þurft að fara til læknis og ekkert þurft að eiga við kerfið annað en borga skattana míns sem ég gerði samviskusamlega (að vísu alltaf með smá tuði yfir þeim en borgaði samt)! En síðasta ár breyttist þetta allt! Þá fór ég að eiga við lækna og kerfið og það verður að viðurkennast að um tvo kosti er að velja, annað hvort að grenja eða hlæja (eða hvoru tveggja)! Ég valdi seinni kostinn en verð samt að viðurkenna að það er farið aðeins að stirðna á mér brosið upp á síðkastið. Eiginlega þá verð ég að æfa það soldið á morgnana áður en ég skrönglast út til þess að ég fipist ekki yfir daginn og detti yfir í hinn kostinn!
Nýjasta nýtt í læknasögunni er rauðuhundasprautan. Málið er að þar sem ég mældist með lág gildi í mótefni vegna rauðra hunda þá er mér eindregið ráðlagt að fá sprautu! Og um leið sagt, þú ferð bara til heimilislæknis og þar er þetta gert! Gott mál og einfalt! En er lífið nokkurn tíma svona svakalega einfalt? Nei aldeilis ekki! Ég hringi sem sagt til heimilislæknis (sem ég hef ekki talað við í 5-6 ár sökum þess að ég hef ekki þurft á því að halda en það hefur sem sagt allt breyst) og panta mér svona sprautu. Þar segir vingjarnlegur hjúkrunarfræðingur að lyfið sé ekki til en það sé ekkert mál hun bara panti það og vinsamlega hringdu eftir 2-3 daga. Ahhh loksins eitthvað einfalt! Í morgun var dagur 3 í 2-3 dagar svo ég hringdi og fékk að tala við vingjarnlega hjúkrunarfræðinginn. Hún var áfram vingjarnleg en líka vandræðaleg "Ég veit að þú trúir því ekki en þetta er ekki alveg svona einfalt að panta þetta lyf, þetta er nefnilega undanþágulyf"!!!!!
WHAT? og HVAÐ?
Ég meina það segir mér ekki svo mikið að eitthvað lyf sé undanþágulyf. Hún skýrði það út fyrir mér: Þegar um undanþágulyf er að ræða verður læknisr að senda sérstaka beiðni á sérstöku eyðublaði með einhverju númeri og láta vita hver sjúklingurinn er sem á að fá lyfið (hún vissi auðvitað ekkert hver ég var þar sem ég hafði bara talað við hana sem Akr ekki nein kennitala og ekki neitt). Hún bað margfaldlega afsökunar á þessu (eins og það sé hennar sök) og sagði að það væri erfitt að trúa þessu þar sem dóttir sín væri búin að fá svona sprautu og það hefði ekki verið nein undanþága á að fá sprautuna heldur ættu allar stúlkur að fá hana. Ég sagði henni að hafa ekki áhyggjur þetta væri bara í takt við alla þessa sögu, ég hefði bara gleymt mér augnablik og haldið að loksins væri komið að einhverju auðveldu. Hún sem sagt var að hringja í mig aftur rétt áðan og sagði að heimilislæknirinn hefði eftir mikla leit fundið eintak af svona beiðni (greinlega ekki oft að fá undanþágusjúklinga) og þetta væri komið af stað. Hún hefði þar á eftir fengið númerið á beiðninni og hringt það inn til að flýta fyrir og því mætti reikna með að lyfið kæmi eftir hádegi á morgun eða á mánudagsmorgun. Er þetta líf nokkuð flókið?????
Er einhver hissa á því að mig er farið að langa í hvolp, ætla að fara aðeins á netið og skoða hundaföt!!!!!!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger