Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

27 júní 2003

Jájá, þá er ástkær systir mín búin að fara til fyrrverandi tengdafjölskyldunnar og sýna þeim prins Vittorio. Hann vakti mikla gleði og hans ítalska amma gerði náttúrulega það sem ítalskar konur gera gjarnan í bíómyndum: Hún byrjaði að troða í hann mat. Einn rétturinn birtist af öðrum; kartafla sérbökuð fyrir hann, spaghetti sérstaklega fyrir hann, vatnsmelóna, einhver annar dularfullur ávöxtur og svo frv. Og alltaf tók hann við. Það er gaman að gefa honum að borða. Þetta var víst heilmikið fjör og þau voru gjörsamlega í andarslitrunum eftir þessa kvöldheimsókn. Hitinn er sá sami um og yfir 30 stig. Hljómar skemmtilega hehe
Ég fór í gærkvöld með Marín aað heimsækja Hrönn en við erum meðlimir í átthagafélagi Breiðholtskvenna-Ísbjarnardeild. það félag telur nú þrjá. Þetta var hið ágætasta kvöld og um miðnætti hrukkum við upp við að klukkan væri kannski að verða soldið margt og hunskuðumst heim.
Ég er enn að hugsa um hundinn, veit bara ekki hvaða tegund það ætti að vera því það verður helst að vera einhver ræfill því ég er hrædd við hunda!!! Hvaða hundtegund gæti það verið? Og já hann má ekki vera stór því þá étur hann svo mikið og ég tími því ekki. Haukurinn sagði jájá fáðu þér bara hvolp..haha hvað gerir hann ef ég tak hann á orðinu??
Og í kvöld er nornaklúbbur hjá Marín, spá í spilin og allt það!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger