Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

25 júní 2003

Ég bætti nokkrum myndum í Lundúnamyndirnar (af því Árni er alltaf að kvarta). Þetta eru kannski ekki alveg týpískar stórborgarmyndir en þar sem við sátum í görðum mest allan tímann þá er þetta svona það helsta.
Í dag fer minn kæri guðsonur Vittorino (Viktor Orri) til heimalands mafíósa og annarra bófa og verður í burtu í heila T'IU daga. Ég verð komin með fráhvarfseinkenni þegar hann kemur til baka. Til sárabóta reyndi hann að æla yfir mig tvisvar í gær, tókst einu sinni en ég rétt náði að henda honum í mömmu í fyrra skiptið og því fór sem fór, öll gusan yfir hana. Þegar þessi prins var búinn að æla yfir virðulega móðursystur sína og guðmóður, þá setti hann hendina í sullið og klappaði mér elskulega í framan. Fallegt af honum og að ég tel alveg örugglega ekki úr minni fjölskyldu, hlýtur að vera mafíósahliðin sem þarna brýst fram. En hann fer sem sagt til Flórens í dag með móður sinni. Þar er brjálaður hiti, í Róm er t.d. heitasti júnímánuður í 213 ár (og svo erum við að tala um hita). Vittorino fer vopnaður sandölum og stuttmönnum þannig að hann geti sýnt á sér bestu hliðina (hann á svo sem engar verri) ;))
Það kom neikvætt út hjá okkur hauknum þannig að við verðum að fara aftur í sprautur í haust (oj bara) og til að kóróna allt saman verð ég að fara í rauðu hunda sprautu núna í vikunni því í blóðprufu reyndist ég vera með of lág gildi fyrir rauðum hundum. Það væri allt í lagi nema að einu leyti, það verður að vera extra varkár í þrjá mánuði sem þýðir væntanlega að það er bið hjá okkur í þá mánuði. En sem betur fer er allt lokað núna og fram í ágúst þannig að ég get látið vera að pirra mig yfir því (geri það samt og hana nú)!!!
Ég er samt mest hissa á öllu þessu læknisbulli. Það er eins og enginn lesi skýrslurnar um mann fyrr en maður sest fyrir framan þá og samt fá þeir sendar niðurstöður úr blóðprufunum. Hvað gera þeir við þær? Stinga þeim undir stól og hugsa "wow þetta er ekkert sem henni kemur við". Ef einhver hefði asnast til að segja mér frá öllum þessum blóðprufum í fyrra þá hefði ég gert þetta síðasta sumar þegar ég var hvort eð er á lyfjadrasli að bíða eftir að komast í aðgerð. Hefði notað tímann þá og það hefði munað því að við hefðum getað byrjað að vinna í þessu alla vega fimm mánuðum fyrr. ARG ARG stundum verð ég svo fúl út í þetta læknalið!!!!!!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger