Þá er komið að nýjum fyrirheitum og betra lífi í framhaldi af því. Ég er auðvitað búin að standa á stokk (fann að vísu engan stokk þannig að ég notaði bara skúringafötuna en þarf nú að kaupa aðra því af einhverjum ástæðum kom gat á hana í miðjum áramótafyrirheitalestri mínum). Ég byrjaði á því að lofa að taka mig á varðandi hreyfingu en tók það samt til baka því ég hreyfi mig alveg fullt. Ég geng tvisvar á dag!! Á morgnana og kvöldin!! Á morgnana labba ég niður af þriðju hæð og alla leið yfir bílastæðið og sest í bílinn minn (jusually alveg dauðþreytt eftir þessa hreyfingu svona án þess að hita upp). Síðan þegar ég er komin í vinnuna geng ég upp heillangar tröppur og yfir trukkastæðið, í gegnum fyrirtækið og alveg inn að borðinu mínu þar sem ég hníg niður örmagna eftir þessi átök. Á kvöldin geng ég síðan til baka í bílinnog enda á því að skrönglast aftur upp á þriðju hæð og til að bæta líðanina þá þarf ég yfirleitt að losa blöðruna á þessum tímapunkti!!! Suma dagana geng ég meira segja meira en þetta. það er þegar það hefur verið næsturfrost og ég þarf að skafa minn öðlingsbíl. Þá bæti ég svona skafabílaaðmorgnidansi við þessa daglegu hreyfingu. Það sér hver heilvita maður að ég þarf ekki að auka við neina hreyfingu. Ég tók þetta því aftur út af fyrirheitaskránni minni.
Hvað er þá eftir? Jújú borða minna svo ég mjókki aftur í mína kvenlegu stærð! Úff það verður ekki auðvelt. Annars borða ég ekkert svo mikið! Ég er búin að finna fullt af eyðum á deginum þar sem ég gæti verið að borða en geri það ekki (yfirleitt er það vegna þess að ég þarf að vinna líka og hef því ekki tíma til að borða). Ég held því að þetta sé ekki raunhæft markmið og verða að finna annað. HÆTTA AÐ REYKJA!!!! Hah það verður auðvelt. Ég get nú bara ekki annað en hlegið því þetta verður svo auðvelt. Það er kominn þriðji jan og enn langar mig ekki að reykja neitt (ekki frekar en venjulega þar sem ég hef aldrei reykt). Þetta verður auðvelt markmið tralala.
Hmm hvað meira? (Það var á þessum tímapunkti sem það var farið að braka í skúringafötunni)!
Sem sagt eitt áramótaheit: Að hætta að reykja............
Hvað er þá eftir? Jújú borða minna svo ég mjókki aftur í mína kvenlegu stærð! Úff það verður ekki auðvelt. Annars borða ég ekkert svo mikið! Ég er búin að finna fullt af eyðum á deginum þar sem ég gæti verið að borða en geri það ekki (yfirleitt er það vegna þess að ég þarf að vinna líka og hef því ekki tíma til að borða). Ég held því að þetta sé ekki raunhæft markmið og verða að finna annað. HÆTTA AÐ REYKJA!!!! Hah það verður auðvelt. Ég get nú bara ekki annað en hlegið því þetta verður svo auðvelt. Það er kominn þriðji jan og enn langar mig ekki að reykja neitt (ekki frekar en venjulega þar sem ég hef aldrei reykt). Þetta verður auðvelt markmið tralala.
Hmm hvað meira? (Það var á þessum tímapunkti sem það var farið að braka í skúringafötunni)!
Sem sagt eitt áramótaheit: Að hætta að reykja............