Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

03 mars 2005

Það er soldið klever að hafa svona íþróttamiðstöð í vinnunni hjá sér. Þá er ekki hægt að segja að mar nenni ekki eftir vinnu.. þó mar nenni engan veginn þá labbar mar samt fram hjá salnum á leiðinni heim. En þar sem ég fór fyrir allar aldir í morgun þarf ég auðvitað ekki að hafa af þessu áhyggjur. Meinvill íþróttaálfur! Ég er í nýjum skóm með ljót innlegg, í nýjum buxum og gamla þreytta Bjarkarbolnum mínum. Ég ber af þarna í salnum enda voru allir flúnir undir hið síðasta.. þá stóð ég bara eins og Palli og lyfti lóðum í mínum einkasal. Nú er bara að sjá hvað gerist næst...

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger