Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

21 febrúar 2005

Finnst ykkur ekki vera komið sumar bara? Eða svona þokuhaust? Þetta léttir eymdarlega lundina um nokkur stig að geta skeiðað út í bíl í notalegu veðri og keyrt í vinnuna í vinalegri rigningu. Það er bara eins og það hafi aldrei verið vetur.

Við fórum ekkert í bíó þessa helgi en Skakki horfði á myndina The Man Who wasn´t There og ég svaf í stól við hliðina. Vaknaði nógu oft til að átta mig á söguþræðinum. Það er áreiðanlega rétt hjá Skakka, þetta er fín mynd. Alla vega leið mér vel meðan við "horfðum" á á hana.

Við fórum heldur ekki á ball um þessa helgi. Það var Þorrablót í vinnunni hjá mér og við héldum okkur víðsfjarri enda annálaðir antiþorristar. Þessi siður kemur ekki til með að halda velli með okkur hjúunum og það finnst ekki í okkur samviskubit þess vegna.

Ég ætla nú að súa mér að vinnu eitt augnablik því það ku vera nokkuð mikið um að vera hjá mér í dag. Hver fundurinn á eftir annann og allir jafn mikilvægir jáhá svona er það nú....

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger