Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

17 febrúar 2005

Þá er að verða komið að árlegri endurgreiðslu á skemmtanaskattinum til LÍN. Alltaf gaman þegar að þeim tíma kemur. Í september ætla ég að halda upp á að þá mun ég borga þeirri ágætu stofnun síðustu greiðsluna af mínum skemmtanaskatti og get snúið mér að einhverju öðru. Blóðpeningar og ekkert annað! LÍN er í lagi ef menn geta lifað af lánunum en þegar þarf að vinna með til að ná endum saman og síðan vinna meira árið eftir því auðvitað lækka lán ef fólk asnast til vinna til að geta lifað.. þá er LÍN ekki að standa sig. En.. ég ætla ekki að tuða meira yfir þeim því ég er að verða laus úr þeirra viðjum...

Frændi minn elskulegur er að mála handa mér mynd. Ég get nú bara ekki beðið, ég segi nú ekki annað.. Það er gott að eiga góða að, enda vita allir að mig vantar eitthvað á veggina.. það er smá pláss laust fyrir ofan eldhúsofninn...

Í upptalningu á góðum einkaspæjurum í Regnhlífunum í gær varð ég sármóðguð þegar þeir voru ekki með Alex Delavare vin minn og bekkjarfélaga á listanum. Hvernig stendur á því? Gleymdist hann eða er hann ekki talinn vera jafn góður og hinir? Skakki sagði að þeir teldu útlendinga ekki með og ég spyr þá á móti hvað var vinkona mín Precious frá Botswana þá að gera þarna. Að vísu má hún mín vegna vera þarna því hún er skemmtileg kona á besta aldri og í besta formi (les: gömul og feit). Ég er að spá í að senda Regnhlífunum bréf og kvarta upphátt.. eða kannski ekki.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger