Þá er ég búin að mæta í undirbúning á Lansanum og fá að vita að ég sé sérlega hraust kona og meira segja ekkert sérlega feit haha held þeir hljóti að hafa horft á aðra konu en mig. Ég mæti svo í fyrramálið og verð svæfð eftir kúnstarinnar reglum og blöðrudruslan fjarlægð. Ég kem til með að sakna hennar því hún minnir á sig einu sinni í mánuði með smáverkjum. Læknanemi potaði í mig og mældi mig í bak og fyrir. Þær mældu meira segja blóðþrýsting tvisvar ábyggilega af því þær trúðu ekki að ég væri svona hraust. Svo var ég spurð hvort ég reykti:
Læknanemi: Reykir þú?
Meinvill: Nei
Læknanemi: Hvenær reyktir þú síðast?
Meinvill hugsar sig um.. : hmmm, ég hef aldrei reykt en ég prufaði einu sinni að puffa eina sígarettu þegar ég var 15 ára, ertu að spyrja um það?
Læknanemi vandræðaleg á svipinn: Ó
Er ég svona reykingarleg?
Í gær fór ég á Ítalíu og hitti stelpurnar sem ég útskrifaðist með fyrir 14 árum. Við erum fimm og hittumst alltaf á þessum tíma og förum yfir stöðuna. Við erum vanafastar konur, förum alltaf á Ítalíu og pöntum alltaf hálfmána..mmmmm.. Eina skiptið sem þetta klikkaði var þegar Ítalía brann og þá fórum við eitthvað annað og keyptum þá ekki hálfmána.. Spurning hvað við gerum á 15 ára afmælinu hehe
Annars er ég eitthvað hálfeirðarlaus eitthvað.. Best að finna einhverja góða músik og spila konudagsgjöfina á fullu...
ps. ég á að fasta frá miðnætti og ég spurði hvort ég mætti drekka vatn í fyrramálið og hjúkkan sagði nei. Sagði að ef það væri vökvi þá gæti hann leitað upp í svæfingunni.. Ég kinkaði skilningsrík kolli og sagði "já og maður gæti kannski kafnað bara?" Haha sjá vandræðasvipinn á aumingja konunni...
Læknanemi: Reykir þú?
Meinvill: Nei
Læknanemi: Hvenær reyktir þú síðast?
Meinvill hugsar sig um.. : hmmm, ég hef aldrei reykt en ég prufaði einu sinni að puffa eina sígarettu þegar ég var 15 ára, ertu að spyrja um það?
Læknanemi vandræðaleg á svipinn: Ó
Er ég svona reykingarleg?
Í gær fór ég á Ítalíu og hitti stelpurnar sem ég útskrifaðist með fyrir 14 árum. Við erum fimm og hittumst alltaf á þessum tíma og förum yfir stöðuna. Við erum vanafastar konur, förum alltaf á Ítalíu og pöntum alltaf hálfmána..mmmmm.. Eina skiptið sem þetta klikkaði var þegar Ítalía brann og þá fórum við eitthvað annað og keyptum þá ekki hálfmána.. Spurning hvað við gerum á 15 ára afmælinu hehe
Annars er ég eitthvað hálfeirðarlaus eitthvað.. Best að finna einhverja góða músik og spila konudagsgjöfina á fullu...
ps. ég á að fasta frá miðnætti og ég spurði hvort ég mætti drekka vatn í fyrramálið og hjúkkan sagði nei. Sagði að ef það væri vökvi þá gæti hann leitað upp í svæfingunni.. Ég kinkaði skilningsrík kolli og sagði "já og maður gæti kannski kafnað bara?" Haha sjá vandræðasvipinn á aumingja konunni...