Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

22 febrúar 2005

Mér líður eins og fatlafóli í dag og þá með áherslu á "fóli". Göngulagið er skrykkjótt og hnén vísa til sitt hvorrar hliðarinnar. Skrefin er smá og skórnir þungir. Ég er nefnilega komin með þessu fínu innlegg frá Össur. Þau voru fokdýr eða rúmlega 11.000 og þvílíkt ljót. En kannski virka þau? Hver veit. En það er erfitt að ganga á þeim ég verð að segja eins og er. Nú kemur í ljós meðfædd "hjólbeinótta".. Kannski ekki rétt að segja meðfædd því eflaust er það sjaldan meðfætt en hún kom svo snemma fram að þetta gæti eins verið meðfætt.. ef þið sjáið einhverja litla feita konu staulast um á skökkum fótum og riðandi í hverju skrefi með útskeif hné.. viljið þið þá vinnka því því þetta er ég.. mér þætti leiðinlegt að halda að allir vinirnir hefðu horfið um leið og slegið hefði verið á meðfæddann glæsileika minn....

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger