Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

12 nóvember 2004

Brrrrr kalt.. brrrrrr... Í morgun þurfti ég aftur að nota spreyið góða til að opna bílinn minn, Gaddfrosinn alveg. Annars þarf ég að fara og láta rífa þennan skítamiða af sem löggan tróð á bílinn í skjóli nætur. Ands, hyski. Ég fer að verða eins og Olíufélögin og eyði löngum tíma í að skíta lögguna út og mjög litlum tíma í að útskýra að auðvitað átti ég að keyra öðlinginn til skoðarans í júní. Þeir eru samt hyski og hana nú. Eftir hádegi ætla ég að taka rúnt með bifvélavirkjanum til að athuga hvernig honum lítist á handbremsuna sem er ekki alveg að gera sig. En það kemur bara í ljós. Annars er fyndið hvað þessi bíll fer í taugarnar á mér því þetta er tvímælalaust besti bíll sem ég hef öðlast. Held kannski að það sé vegna þess að þegar mar er á druslu þá er mar ánægður bara að komast á milli staða í hvert skipti. Það er því stöðug gleði. Þessi bíll hinsvegar er ægilega fínn en alveg óþolandi... Held að hann hafi kannski ekki sál, er það ekki bara málið? Það er ekki nóg að hafa falleg, græn afturljós ef mar er sálarlaus!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger