Feng Shui er mál málanna er mér sagt. Listmálarinn vill hinsvegar meina að þetta sé húmbúkk og bækurnar um þetta efni taki of mikið pláss. Í hjarta mínu er ég örlítið sammála honum en þegar ég heyrði hvað hægt væri að gera tilað stöðva að fjármunir lækju úr hýbýlum mínum gat ég auðvitað ekki staðist mátið. Ég veit að vísu ekki alveg hvaða fjármunir þetta gætu verið en halló ekki tek ég sénsinn. Þess vegna er ég búinn að hafa 5 kg stein OFAN á kósettsetunni í heila viku. Það er svolítið erfitt þegar manni verður mikið mál að hlaupa inn og þurfa að byrja á því að fjarlægja steininn en þetta hefur góð áhrif á upphandleggsvöðvana. Ástæðan fyrir þessu er sú að samkvæmt Feng Shui (ef ég hef skilið það rétt en ég kann auðvitað ekki kínversku) þá má ekki skilja klósettsetuna eftir uppi því þá streymir fjárflæði úr íbúðinni. Til þess að vera með allt öruggt setti ég steininn á setuna. Það hafa engir peningar stoppað! Það hafa heldur ekki komið neinir peningar inn! Hvað er að gerast? Getur verið að listmálarinn hafi rétt fyrir sér og þetta sé allt bara húmbukk?
Fór á námskeið í morgun og geng núna með tappa milli tannanna og æfi framburð á tungubrjótum. Frank Zappa á Svampfrakka og svo framvegis. Þetta er ægilega skemmtilegt námskeið og ég hef fulla trú á því að þegar því verði lokið þá geti ég ekki hamið mig á mannamótum vegna ákafrar tjáningarþarfar.
Fór á námskeið í morgun og geng núna með tappa milli tannanna og æfi framburð á tungubrjótum. Frank Zappa á Svampfrakka og svo framvegis. Þetta er ægilega skemmtilegt námskeið og ég hef fulla trú á því að þegar því verði lokið þá geti ég ekki hamið mig á mannamótum vegna ákafrar tjáningarþarfar.