Afskaplega er erfitt að lyfta steininum af setunni þegar mar er svona nývaknaður, en það venst! Í gærkvöldi horfði ég á regbogalitina á eldhúsborðinu mínu og óskaði þess að þeir rynnu saman í eitthvað listaverk sem ég þyrfti ekki að eiga meira við. Ullin var enn á borðinu þegar ég skrölti í morgunsárið fram í eldhús að tékka á brauðristinni.
Ég söng hástöfum með hárri og fagurri röddu allt gærkvöldið (á milli þess sem ég las athugasemdir við rannsóknina, talaði við Ásdísi dönsku á MSN og alla aðra í símann). Með þessu horfði ég á mæðgurnar í Gilmore sem er ákaflega væminn og lítt krefjandi þáttur sem ég er alveg dottin ofan í. Ég er sem sagt fjölhæf kona eða það finnst mér. Veit ekki hvort nokkuð af þessu var vel gert nema auðvitað söngurinn, hann er frábær. Edda Björgvins sagði að allir ættu að syngja og þar sem námskeiðið er ekki ókeypis þá er um að gera að nýta öll ráðin.
Annars er ég eitthvað mjög úldin þessa dagana. Ég bara næ ekki nægum svefni, sama hvað ég reyni. Geng um eins og svefngengill alla daga og sit hálfsofandi heima á kvöldin (og stari á ullina).
Ég söng hástöfum með hárri og fagurri röddu allt gærkvöldið (á milli þess sem ég las athugasemdir við rannsóknina, talaði við Ásdísi dönsku á MSN og alla aðra í símann). Með þessu horfði ég á mæðgurnar í Gilmore sem er ákaflega væminn og lítt krefjandi þáttur sem ég er alveg dottin ofan í. Ég er sem sagt fjölhæf kona eða það finnst mér. Veit ekki hvort nokkuð af þessu var vel gert nema auðvitað söngurinn, hann er frábær. Edda Björgvins sagði að allir ættu að syngja og þar sem námskeiðið er ekki ókeypis þá er um að gera að nýta öll ráðin.
Annars er ég eitthvað mjög úldin þessa dagana. Ég bara næ ekki nægum svefni, sama hvað ég reyni. Geng um eins og svefngengill alla daga og sit hálfsofandi heima á kvöldin (og stari á ullina).