Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

29 október 2004

Helgin er alveg að bresta á. Ég vaknaði í morgun og hélt að ég hefði misst af henni. Sem betur ferð vaknaði ég bara svona illa og og helgin er öll eftir. Ég ætla að hafa matarboð fyrir Svíana og aðra fylgifiska á morgun. Verð að finna lokið á á gullfiskabúrinu því Molinn er sannfærður um að ég svelti fiskana og í hvert skipti sem ég sný mér frá honum skýst hann og gefur þeim fulla lúku að borða. Ég gerði þau smávægilegu mistök að bregðast snöggt við í eitt skiptið og grípa gullfiskaháfinn og reyna að veiða það mesta upp úr búrinu aftur. Nú er hann sannfærður um tvennt:
A. Ég er að plata fiskana með því að gefa þeim að borða og taka svo matinn af þeim aftur
B. Það á alltaf að nota háfinn eftir að hafa sett mat í búrið.

Get ekki gert upp fyrir mig að hvorum kostinum ég hallast, en báðir gera mig að vondri konu og ef fiskarnir væru mannlegir væru þeir að búa til mynd sem héti supersize me 2. Kannski eiga þeir það eftir, þeas ef við Molinn verðum ekki í sameiningu búin að drepa þá úr ofáti. Ég held að lok á búrið væri góður kostur í stöðunni!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger