Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

22 október 2004

Erfiðar stelpur úr Breiðholtinu
Við MAB erum saman í málstofu einu sinni í viku og þar eigum við að ræða fjálglega um okkar rannsóknir og annarra. Þetta er auðvitað misspennandi eins og gengur og gerist, sumt virkilega heillandi og sumt finnst manni vera bara húmbúkk. EN eini karlmaðurinn í hópnum var að segja frá sinni rannsókn síðasta miðvikudag og þar kom hann meðal annars inn á einhvern vin sin sem heldur námskeið fyrir "erfiðar stelpur úr Breiðholtinu". Þetta var mjög skemmtileg athugasemd í ljósi þess að við MAB erum náttúrulega stelpur úr Breiðholtinu og ég fann hvernig ég ýfðist upp og ég fann líka hvernig MAB snéri broddunum út. Við hnussuðum samtaka og í kór "huh, erfiðar stelpur úr Breiðholtinu, þú veist ekki hvað það er enn". Það kom skelfingarsvipur á gaurinn og ég sá að hann óskaði að hann hefði kannski notað annað orðalag en skaðinn var skeður og hann varð að halda áfram með flutninginn. Hins vegar leit hann til okkar í hvert skipti sem hann kom inn á þetta námskeið fyrir erfiðu stelpurnar úr Breiðholtinu. Kannski hefur honum þótt synd að svona námskeið var ekki til fyrir okkur MAB.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger