Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

10 apríl 2008

Ég þarf að fara að komast heim til mín. Þessi dagur er búinn að vera fulllangur enda byrjaði hann fyrir 6 í morgun er barnið vaknaði með andfælum og var að dreyma að pabbi væri að laga hattinn. Já einmitt. Hvaða hatt? Spyr sá sem ekki veit en hún sofnaði alla vega ekki eftir og þá alls ekki ég.

Við erum búin að fá bréf varðandi leikskólapláss og það eru ekki efnilegar tímasetningar. Lífið er dásamlegt!

Ég er með kvefhausverk og frunsu. Er þreytt í sálinni eftir að einn fundur fór illilega úr böndunum. Er það bara ég eða er fólk almennt að verða miklu stjórnlausara en áður? Mér finnst mjög skrítnar sumar hugmyndir sem fólk er með og ber fram í fullri alvöru. Ég ætla bara rétt að vona að ég verði ekki svona þegar ég fer að klást við kennara NY í framtíðinni. En það er örugglega borin von, ég verð ábyggilega ein af þeim verstu: Barnið MITT gerir ekki svona og svona og er ekki svona og svona... ó nei ekki frekjudósin mín hún NY. Já einmitt ég sé mig í anda.

Annars er ég á leið á fund hjá supermömmufélaginu í kvöld (við erum sko allar súpermömmur sem þar erum og eigum súperbörn) og ég ætla að sitja þar og njóta lífsins og bulla frá mér allt vit í allt kvöld. Þær voru eitthvað að mælast til þess að spilin kæmu með en ég er ekki viss um að það gangi, ætla aðeins að sjá til. Get ekki talað eins mikið ef ég hef þau með. kannski er það þess vegna sem þær vilja spilin með haha

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger