Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

03 apríl 2007

Það er skemmtilegt að taka við nýrri íbúð, það verður að segjast eins og er. Að vísu er hún allt öðru vísi en mig minnti en það hlýtur að lagast hehe. Skakki er að fara að undirbúa málningarvinnuna en ég er að fara á námskeiðið þannig að ég verð ekki mikil hjálp í dag.

Molinn er hjá okkur þar sem fröken Skjaldbaka er á námskeiði í Hollandi. Ég skammaði hann aðeins í gær, alls ekki mikið en hvestti mig aðeins. Mörgum tímum seinna sagði hann upp úr þurru þar sem hann sat og snéri baki í mig "Það á ekki að skamma fólk. Fólk fær verki í hjartað sitt þegar það er skammað. það er ekki fallegt"

Halló er verið að koma inn hjá manni samviskubiti? Ég sagði honum að ég fengi líka verki í hjartað þegar fólk væri óþægt við mig. Hann svaraði því ekki og hnussaði bara. Veit ekki alveg hvað það þýddi.....

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger