Í sakleysi mínu ákvað ég að fara og fá mér að borða í hádeginu. Fór ásamt hinum bootcamp íþróttaálfinum og við ákváðum að fá okkur eitthvað pínulítið óhollt, ekki mikið en soldið. Sem við sitjum þarna svo ánægðar með lífið og tilveruna og okkar "ekki svo mikið fitandi" hádegismat rekum við augun í stórstíga konu sem var að eta gulrót. Áður en við gátum dregið gluggatjöldin fyrir (já við sátum auðvitað út í glugga) kemur konan auga á okkur og upphófust nú miklar skammir í gegnum glerið. Ég heyrði ekkert hvað hún sagði en af látbragðinu var það ljóst að henni var mikið niðri fyrir. Hún benti a diska okkar, benti á okkur og blés svo út kinnarnar og lék feita konu (jæja kannski aðeinum orðum aukið en sagan er betri svona). Ég og bootcamp íþróttaálfurinn sátum eins og dauðadæmdar og reyndum að horfa eitthvað annað en það þýddi ekki neitt. Við brostum því og ýttum diskunum frá okkur og þá virtist konar ánægð. Hún stikaði á brott. Þegar við töldum okkur vera óhætt þá drógum við diskana að okkur og héldum áfram að hakka í okkur okkar ekki svo óholla hádegismat. En hvað gerist, birtist konan ekki aftur og nú með liðsstyrk. Nú voru tvær hneykslaðar konur á á glugganum veifandi gulrótum. Ég er mest hissa á að eigandi staðarins hafi ekki rekið þær í burtu fyrir að fæla burtu alla feitu kúnnana (hehe). Við bárum okkur samt vel og þóttumst hvergi bangnar en þegar þær voru farnar gúffuðum við í okkur matnum og hlupum út og litum ekki til hægri eð vinstri svo við sæjum þær ekki einu sinni enn í einhverri heilsugöngu með gulrótirnar sínar!!!!! Ég veit að kunnugir geta ómögulega giskað á það hvaða kona þetta var en ég gef það hint að hún var í grænni úlpu.
25 september 2006
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka