Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

29 maí 2006

Já er málið.. er það ekki? Kosningarnar búnar og allir voða glaðir nema þeir sem töpuðu. Mér r slétt sama því mér finnst ekki koma neitt nýtt fram og allir voru að blaðra um það sama. Sömu loforðin og sama framkvæmdaleysið. Svona er gott að vera ekki í framboði því þá getur maður gagnrýnt alla hina!

Skakki er í Færeyjum að vanda og er sérstaklega ánægður með kokkinn sem gefur honum að borða. þetta er samai kokkurinn og síðast er hann fór nema núna er hann búin að eignast konu, tælenska konu. Og það er punkturinn yfir i-ið að mati Skakka því maturinn gerði ekkert nema batna. Ég borða hinsvegar kókopuffs og ristað brauð því ég nenni bara alls ekki að elda fyrir mig eina, en það er að vísu ekki komin nógu löng reynsla á það. Ég verð kannski farin að elda þegar hann er búinn að vera í burtu í mánuð!

Ég er búin að fá boð í fyrsta jólaboðið á þessu ári. Það verður næsta fimmtudag. Það verður að dreifa þessum boðum þegar það eru svona fáir jóladagar og mörg boð sem þarf að mæta í og þá er eins gott að byrja snemma!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger