Rosalega er eitthvað búið að vera kalt eitthvað brrrrr það er bara eins og það sé kominn vetur aftur. Og það er líka vetur í hjartanu á mér (ands. er ég skáldleg). Kínverjar voru að birta upplýsingar sem þeir gera einu sinni í mánuði og ef ég tel út frá þeim þá förum við ekki til Kína fyrr en eftir langan, langan tíma. Ég veit bara ekki hvað ég á að hugsa um þetta lengur. Það hafa öll plön riðlast svo um munar og halda áfram að riðlast.
En kulið í hjartanu nær ekkert lengra en það. Ég fer að fara til Svíþjóðar og vona að það sé sól þar. Ástkær nýbúinn á nefnilega afmæli á morgun og þar sem hann er í prófum er ekki hægt að heimsækja hann fyrr en eftir tvær vikur.
En kulið í hjartanu nær ekkert lengra en það. Ég fer að fara til Svíþjóðar og vona að það sé sól þar. Ástkær nýbúinn á nefnilega afmæli á morgun og þar sem hann er í prófum er ekki hægt að heimsækja hann fyrr en eftir tvær vikur.