Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

03 febrúar 2006

Já það er málið! Eða ekki...
Ég ætla að játa pínkulítið á mig sem engann hefur grunað til þessa (ha!). Ég trúi pínu, pínu á FengSui. Ég er kannski ekki forfallinn FengSui aðdáandi sem fer í einu og öllu eftir boðum og bönnum. Nei alls ekki en það eru hinsvegar ákveðin atriði í FengSui (eins og öllu öðru) sem bara hreinlega meika sens ef ég má sletta aðeins.

Málið snýst um að á haustdögum var svefnherbergi okkar Skakka parketlagt og málað hólf í gólf, skápurinn tekinn í gegn osfrv. Í framhaldi af því stakk ég upp á því að færa rúmið á annan stað í herberginu til þess að nýta plássið betur. Skakka leist vel á þá hugmynd og drifum við í því að framkvæmdum loknum. Og það var þá sem ég sá það! Oh mæ god, þetta hafði ég ekki fattað! Nýja stelling rúmsins var nefnilega gjörsamlega andstæð ÖLLU Fengsui. Ég fékk alveg hroll og vildi færa rúmið aftur á sinn stað (án þess að blaðra um FengSui því Skakka lýst ekki á svona húmbúkk) en ekki var tauti við hann komið. Honum fannst þetta æði. OKOK ég sætti mig við þetta og reyndi að þagga niður í mótmælaröddunum í huga mér. Tókst svona lala.

En... ég er búin að sofa svo assgoti illa í allan janúar. Skakki hefur líka sofið illa. Og alltaf verr og verr. Í gærkvöldi ákváðum við að snúa rúmunum á gamla staðinn aftur. Og ég svaf í einum dúr í alla nótt. Vaknaði fyrir allar aldir til að slökkva á klukkunni og beið svo eftir að meiga fara fram úr. Ég veit ekki með Skakka, kannski svaf hann ekki vel?

En það sem eftir stendur er að núna er rúmið í góðri FengSui stellingu!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger