Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

02 janúar 2006

Gleðilegt ár og takk fyrir það liðna!!!
Í heildina séð var árið 2005 bara hið bærilegasta. Það sem stendur upp úr hjá mér pesónulega er giftingin í mars og ættleiðingar umsóknarferlið sem byrjaði í apríl já og svo útskrifaðist ég einu sinni enn í júní og nú með meistaragráðu. Þetta verður því að flokkast sem all sæmilegt ár svona í það heila.
Árið 2006 gæti orðið all furðulegt ef allt gengur eftir sem lagt var af stað með 2005 því ef allt gengur að óskum verðum við orðin þrjú í lok árs. Þetta er nefnilega eins og tæplega ein fílsmeðganga. Hófst með innlögn pappíra 19 apríl 2005 og verður kannski lokið með jákvæðri útkomu í september eða október 2006, kannski fyrr en vonandi ekki seinna. Við vitum á þessari stundu að þetta verður stór hópur sem ætlar að fara saman á Kínaslóðir til að sækja börn sem þar bíða. Hópurinn er ca. 20 manns og samanstendur af eftirvæntingarfullum tilvonandi foreldrum, tilvonandi systkinum og öðrum ættingjum. Spennandi ekki satt?

Great Wall Of China

Hjá mér mun því árið ganga út á þetta og verð ég eflaust orðin óþolandi þegar fer að nálgast júlí en þá ættu að fara að koma upplýsingar til okkar um framvindu mála. Fram að þeim tíma ætla ég að verða óþolandi íþróttaálfur og búa mig undir mikla reisu og mikla göngur.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger