Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

09 ágúst 2005

Ég er mætt til vinnu aftur. Búin að svara og eyða pósti og þarf nú að fara að vinna aftur. Úff. Mætti samt á brettið í morgun. Fannst ég merkilega dugleg sé litið á þá staðreynd að ég var að koma úr fríi.

Náði samt ekki að klára markmiðin mín í fríinu, það skal viðurkennast. Lopapeysan sem átti að klárast er næstum búin en ekki alveg. Á eftir að prjóna hettuna og ganga frá. Held það sé samt ágætis árangur þó ég hafi ekki náð að klára alveg.

Síðan ætlaði ég að ganga 100 km en samkvæmt fína tækinu mínu þá eru það 77, 52 km sem ég gekk. Ég var 31, 5 tíma að labba þetta og eyddi við það 9364 kaloríum. Spáið í það ef ég hefði ekki eytt þeim, væri ég þá ekki með þær kaloríur utan á mér ennþá? Ég hef þá verið að ganga að meðaltali 3,23 km á dag og mest allt í hrauni, mér finnst það nú bara fínt. Hef held ég sjaldan verið eins virk í útiveru í nokkru sumarfríi.

Núna er ég að hugsa um að skella mér í mat til að reyna að éta þessar kaloríur á mig aftur!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger