Þriðjudagsgönguvinafélagið á sólargöngu á stöndinni
Gönguferðin í gær var æði skemmtileg en ég undirrituð tók að mér að lóðsa hópinn um upplendi einhverrar sveitar að leita að tveimur hellum sem ég hafði áður fundið á laugardeginum síðasta. Þetta tókst nú ekki betur en svo að hópurinn lenti í þeirri svaðalegustu mosaferð sem um getur í sögu félagsins (sem nú er orðið fimm vikna gamalt). Ég lét ekki á mig fá þó á mér dundu háðsglósur varðandi rathæfni mína og eftir að hafa dregið hópinn í nokkra hringi um svæðið með tilheyrandi snúningum þá fundum við þennan líka fína helli. Á leiðinni heim tók ég svo nokkra auka hringi á hringtorgum bara til að gleðja félagana, það var alls ekki eins og ég væri í einhverjum vandræðum með að rata heim...