Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

05 júlí 2005

Það er þriðjudagur og þriðjudagsgönguvinafélagið er byrjað að undirbúa ferð kvöldsins. Stuttbuxurnar eru komnar á hilluna og kortið þar ofan á. Sem sagt tilbúin í slaginn!

Minn kæri bróðir er haldinn ýmsum slæmum fordómum í garð kvenna. Hann heldur því staðfastlega fram að konur verði alltaf að láta alla aðra (hann) vera að gera eitthvað. Sem dæmi tekur hann að kona geti ekki farið og vaskað upp.. nei hún segir, "nú ætla ég að fara að vaska upp og á meðan skalt þú..." huh hver hefur heyrt svona vitleysu? Og þó svo að þetta reyndist satt þá vita allar konur að iðjuleysi manna þeirra er nóg til að skemmta skrattanum og því eins gott að sjá til þess að þeir hafi nóg fyrir stafni alla daga alla tíma. Annar er farið að styttast í að þau fari heim. Ég á eftir að sakna sænsku prinsessunnar sem gleymir sér annað slagið í íslenskunni og segir á sænsku "talar þessi eins og við mamma" haha soldið sætt. Annars hafa ýmsir fjölskyldumeðlimir mínir verið þekktir fyrir að tala hálfgert hrognamál og jafnvel verið vitnað í það á ögurstundum að langamma okkar hafi verið frönsk og þess vegna sé ekki alltaf hægt að skilja okkur afkomendurna (hún var eins íslensk og þær gerast bestar)

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger