Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

07 júlí 2005

Ég komst að því í gær að ég er ekki alveg laus við fordóma huh.. Málið er að það er drengur sem vinnur með mér og hann langar til að verða kona þegar hann verður stór. Trúr köllun sinni er hann búinn að vera í ýmsum meðferðum til að breyta sér og er langt komin, þeas hann er komin með sum líffæri konu og sum karls. Útlitslega er hann meiri stelpa en strákur en talar samt með strákarödd. Þetta er sem sagt formálinn að sögunni.. Í gær fór ég að venju á brettið í vinnunni og þar sem ég var stödd í búningsklefanum að fara að skipta um föt birtist vinnufélaginn sem ætlar að verða kona (en er ekki alveg orðin). Og nú komu fordómarnir mínir í ljós.. mér fannst nefnilega ferlega erfitt að fara að afklæða mig fyrir framan hann því hann er strákur þó hann sé að verða kona. Ekki gat ég farið með fötin inn á klósett því þá hefði honum kannski sárnað.. ég vissi ekkert hvað ég átti að gera og endaði með því að skipta bara um hluta af fötunum. Og ég er konan sem hneykslaðist svoleiðis á körlunum í fyrirtækinu sem komu og sögðu að þeim þætti afskaplega óþægilegt að vera í sama búningsklefa og þessi drengur/stúlka. Og svo er ég bara ekkert skárri!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger