Oh mæ god hvað tónleikarnir með Anthony and the Johnsons voru frábærir. Ég fékk gæsahúð mörgum sinnum. Ég er alvarlega að hugsa um að gerast grúppía og elta þau um víða veröld. Anthony spilar á röddina eina og hljóðfæri og hljóðfæraleikararnir ná að fylgja honum þó hann sé bara að bulla eitthvað upp úr sér. Bestu tónleikar sem ég hef farið á lengi. Hitti tvo sem ég þekki, Hrafnhildi sem ég fór með til Eistlands hér um árið og Hansa. Fleiri voru þarna en ég þekkti þá ekki, lið eins og Björk, Ceres4, Jón Góði og wannabefrægir úr sjónvarpinu.
Mér finnst hinsvegar kominn tími til að við heimtum tónleikahöll. Hætta við eina íþróttahöllina og byggja tónleikahöll. NASA er yfirsveittur fyrir tónleikahald. Það voru allir að leka niður og gott betur en það. Tónlistarfólkið var að yfirliði komið og Anthony kvartaði yfir að píanóið hefði vanstillst í þessum hita. En tónleikarnir voru góðir!!!!!
Mér finnst hinsvegar kominn tími til að við heimtum tónleikahöll. Hætta við eina íþróttahöllina og byggja tónleikahöll. NASA er yfirsveittur fyrir tónleikahald. Það voru allir að leka niður og gott betur en það. Tónlistarfólkið var að yfirliði komið og Anthony kvartaði yfir að píanóið hefði vanstillst í þessum hita. En tónleikarnir voru góðir!!!!!