Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

11 júlí 2005

Hjartað er ein að rolast í London og ég öfunda hana svo að ég gæti fallið í yfirlið hér á lyklaborðinu. Úti er brjálæðisrigning og ekki líkur fyrir því að stytti neitt upp áður en ég kemst í frí. Ég get sko alveg viðurkennt það að stundum er mér skapi næst að flytja frá okkar regnóða landi og fara eitthvað annað þar sem er smá möguleiki á sól. Andskotans rigning! Ég hlakka til þeirrar stundar sem ég get farið að skipuleggja aftur. Skipuleggja eitthvað fram í tímann. Undanfarin ár hafa verið þannig að eingöngu er lifað fyrir líðandi stund og ekki er hægt að skipuleggja neitt, hvorki frí eða annað. Ég er gjörsamlega búin að fá upp í háls af því að bíða eftir að þessi eða hinn mánuðurinn líði til þess að hægt sé að byrja á næsta skrefi. Þetta ætti að taka enda í september eða október. Það er svona þegar fólk langar í hið ómögulega. Hvers vegna getur mig ekki bara langað í nýjan bíl eða nýja íbúð? Mig langar í hvorugt. Mig langar jú í aðeins meira pláss en það er spurning hvort það sé ekki bara unnt að fá það með því að henda öllu draslinu út og byrja upp á nýtt. Pakka saman bókunum og kaupa einhver mini húsgögn.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger