Þriðjudagsgönguvinafélagið fór í sína þriðjudagsgöngu í gærkvöldi. Við bættust tveir áhangendur og varð af þessu hin besta skemmtun. Gönguvinahópurinn gekk út fyrir höfuðborgarsvæðið og verður það að teljast merkilegt afrek en við höfum komist að því á þessum ferðum að búið er að girða höfuðborgarsvæðið af (sjá mynd hér að neðan). Það er örugglega öruggara svo það fari ekki að þenja sig í allar áttir og kannski dreifa sér til Húsvíkur eða í sólina til Egilsstaða.
Þegar þriðjudagshópurinn hafði arkað á öræfunum í dágóða stund varð hann þess var að hann var eigi einsamall á ferð í óbyggðum sveitanna. Við og við glitti í fagurgræna úlpu og var sá hópur nokkuð á undan þriðjudagshópnum. Þegar betur var að gáð reyndist þar vera MAB og fjölskylda í sömu erindagjörðum, þeas að finna merkin góðu í skútum og hellum. Undarleg tilviljun ég verða að segja það (hehe).
Við Skakki fórum í matarboð til afmælisbarnsins og þar fór fröken Andrea á kostum eins og venjulega. Best fannst mér samt er hún var mætt með lyklabyrgir heimilisins til að reyna að opna læsta vínskápinn. Snilldarlegt alveg...
Þegar þriðjudagshópurinn hafði arkað á öræfunum í dágóða stund varð hann þess var að hann var eigi einsamall á ferð í óbyggðum sveitanna. Við og við glitti í fagurgræna úlpu og var sá hópur nokkuð á undan þriðjudagshópnum. Þegar betur var að gáð reyndist þar vera MAB og fjölskylda í sömu erindagjörðum, þeas að finna merkin góðu í skútum og hellum. Undarleg tilviljun ég verða að segja það (hehe).
Við Skakki fórum í matarboð til afmælisbarnsins og þar fór fröken Andrea á kostum eins og venjulega. Best fannst mér samt er hún var mætt með lyklabyrgir heimilisins til að reyna að opna læsta vínskápinn. Snilldarlegt alveg...