Þá er nornafundur sumarsins yfirstaðinn. Við brunuðum til Suðurnesja í sportbíl Vesturbæjarnornarinnar og þurftum aldrei slíku vant ekki að leita að húsi nornarinnar. Við höfum aldrei fyrr rambað á rétta innkeyrslu í fyrstu tilraun enda er nornin búin að eiga heima á þessum stað í sex eða sjö ár..eða kannski lengur. Aníveis við kukluðum þarna á fullu allt kvöldið og vorum mjög hissa á niðurstöðunum. Ein er að flytja, önnur að fara að gifta sig og þriðja heldur áfram námi. Sú fjórða heldur bara áfram að bagslast við sig sjálfa sem er ábyggilega mjög gott.
08 júlí 2005
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka