Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

14 júlí 2005

Ég fékk óvænta gjöf á dögunum. Skakki segir þetta vera útskriftargjöf en hann var nú eiginlega búinn að gefa mér svoleiðis. Hann var hinsvegar búinn að fá leið á því að ég þarf að vita hversu langt ég fer þegar ég ferð í göngu um náttúruna og fór því og keypti handa mér Garm. Þetta er svona garmur sem á að hafa á hendinni og þá tengist hann við gervihnetti og staðsetur mann nákvæmlega þar sem mar er staddur eða nokkuð nákvæmlega. Þessi garmur er þannig uppsettur að í honum er ímyndaður æfingarfélagi þannig að hægt er að keppa við hann þegar verið er að æfa. Félaginn er að vísu alltaf ívið betri þannig að það þarf að hafa sig allan við. Þetta er alveg brilljant tæki. Ég er nefnilega loks búin að fatta að ég er ekki fyrir svona hópsamkomur í íþróttaiðkun minni. Allt í lagi að þetta sé svona gönguhópar og svoleiðis en maður lifandi svona stór hópur eins og átakshópurinn í vinnunni..það dregur úr mér allan mátt. Ég er miklu duglegri þegar ég er bara ein með mitt markmið og svona. Garmurinn á eftir að fylgja mér um allt. Skil bara ekki af hvejru ég var ekki löngu búin að kaupa svona, annað eins hef ég nú keypt í óráðssíu eyðsluæðisins. Ég fékk mér að vísu göngumæli hérna um árið og annað eins drasl hef ég ekki keypt. Kostaði yfir 3000 krónur sem mér finnst mikið fyrir tæki sem er algjört drasl. Seljandinn fullyrti að þetta væri sko ROSA gott tæki. Það virkaði ekki ROSA vel fyrir mig. Kannski hef ég bara labbað svona hægt? hehe En tækisdruslan taldi bara sum skrefin, alveg sama þó skrefalengd væri stillt í tækið og því komið fyrir á góðum stað. Garmurinn er sko ekki svona. Ó nei. hann segir mér meira segja hversu mörgum kaloríum ég eyddi, geri aðrir betur en það. Þetta er auðvitað nauðsynlegur fróðleikur fyrir alla sem eru að æfa.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger