Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

21 júní 2005

Æm bakk.. alla vega í dag. Það er búið að vera geðveikt að gera hjá mér við að gera ekki neitt. Að vísu skundaði ég með Auði og Sigrúnu á Þingvöll til að sýna samstöðu með okkur konunum. Það var bara nokkuð skemmtilegt. Fór líka göngu-ökuferð með Skakka mínum um Suðurlandið og með leigubílstjóranum að finna merki í ratleiknum. Þetta er bara all nokkuð sko eða þannig. Um næstu helgi er útskrift og sænsku nýbúarnir streyma til landsins. Að vísu ekki út af útskriftinni heldur til að ferma drengstaulann sem þar býr og er vaxinn mér löngu yfir höfuð. Synd alveg því það var gott að hafa hann svona lítinn. Veit ekki hvað þessir frændur mínir eta því þeir vaxa eins og illgresi eða baunagrös. Ég hef aldrei séð baunagras en sá á mynd að það náði til himins. Þeir eru að verða komnir þangað!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger