Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

27 maí 2005

Ég var næstum búin að sækja um nýja vinnu í gær. Það er merki um mikla andlega þreytu þegar maður dettur í svoleiðis gryfjur. Starfið var hinsvegar spennandi og margt í fyrirtækinu líka. Held samt að ég ætti bara að fara í sumarfrí og velta mér síðan upp úr vinnu og vinnustöðnun.

Að öðru. Í dag er Sandra stúdent. Það er merkilegt því mér finnst örstutt síðan hún fæddist og við MA settum slaufur á skallann á henni og hlógum svo eins og vitleysingar yfir því hvað við vorum fyndnar að stríða unganum sem svaf svefni hinna réttlátu. Síðan eru sem sagt liðin mörg ár. En Sandra, ég óska þér til hamingju með þennan merka áfanga. Ég man enn hvað mér fannst þetta skemmtilegur dagur þegar við MAB stóðum í flottu kjólunum okkar og tókum á móti þessu fyrsta alvöru útskriftarskírteini. Til lukku (og líka Andri ofcourse)

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger