Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

30 maí 2005

Í gær gerðist bóndinn ofvirkur mjög og vaknaði fyrir allar aldir og brá sér til veiða. Hann varð ekki var og kom því heim aftur (enn var klukkan fyrir allar aldir) og vakti þreytta konu sína og rak hana á fætur og sagði þau vera á leið í fjallgöngu. Ég, undirrituð vaknaði því við illan draum og hrökk fram úr og í gönguskóna. Við brunuðum upp í Hvalfjörð með smá viðkomu í sumarbústaðalandi til að skoða hvar við vildum eiga bústað og enduðum við Glym. Þar er hægt að labba nokkar leiðir og valdi minn ástkæri eiginmaður að labba UPP fjallið og UPP og UPP. Þetta var mjög gaman. Ég staulaðist hægt og rólega meðan Skakki þeyttist tindilfættur um alla stíga og veinaði reglulega eitthvað um fallegt útsýni og fuglasöng. Ég stoppaði eitt skiptið til að hlusta á sönginn og fannst hann eitthvað skrítinn: "Hvaða fugl er þetta?" ..."Hvað meinarðu, þetta er lóa og spói"
Hmmm ég hlustaði og skildi ekki alveg hvernig hann heyrði í lóu þegar ég heyrði bara dunk dunk dunk, uns ég fattaði að þetta var hjartað sem var fast í hálsinum á mér. Þar sem ég másaði á eftir honum leit hann við og sagði "er þér heitt?" ég umlaði eitthvað til svars og þá sagði hann mér að ef ég fækkaði eitthvað fötum þá yrði þetta ekki eins erfitt. Ha? Fækka fötum? Þegar hann hélt áfram göngunni reif ég mig úr öllum fötunum og skokkaði á eftir honum, svei mér ef þetta er bara ekki rétt. En mikið assgoti var skrítinn svipurinn á fólkinu sem við vorum að mæta.....

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger