Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

03 júní 2005

Náði í Molann á leikskólann í gær. Mamma hans var að stefnumótast eitthvað uppi í sveit. Hann fór á kostum. Hann tók t.d. eina yfirferð á skrautmunum frænku sinnar og rakst þar á meðal á allsbera karlmannsstyttu. Hann starði lengi á kynfæri styttunnar og leit svo niður eftir sér og síðan á mig. Ég svaraði auðvitað "já hann er alveg eins og þú" og við það brá engum togum drengurinn reif niður um sig buxurnar, niður með sokkabuxurnar og reif í bleyjuna þar til hún losnaði og byrjaði að bera saman. Karlmenn eru sem sagt uppteknir af þessu líffæri og samanburði frá upphafi...

Þegar við fórum heim tókum við með okkur poka úr leikskólanum sem innihélt listmuni úr leikskólanum. Við tókum hann með inn og hann tók allt upp og sýndi mér og Tóta og þá hringdi mamman. Tóti setti hana á spekaer og þá var það sem sonur hennar fór á kostum. Hann byrjaði á því að segja henni að hann væri með myndir úr leiksólanum. Hún hljómaði hrifin og þá greip hann myndirnar eina af annari og setti þær upp að símanum og beið eftir viðeigandi hrifningarhljóði. Það þýddi ekkert fyrir okkar Tóta að reyna að stoppa hann því hann urraði á okkur og hljóp undan. Eftir smástund kallaði ég að ég væri að fara heim aftur og skipti þá engum togum að drengurinn tók símann og kyssti innilega á skjáinn. Ég fékk ekki svona fínan koss eins og símaskjárinn!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger